Skrúðganga litanna
Skrúðganga litanna, bláa og rauða hverfið mætast og minnast á leiðinni á brekkusönginn.
Skrúðganga hefst föstudagskvöldið 5. júlí kl 19:30
Hverfin skipa sér sjálf liðstjóra og láta í sér heyra í skrúðgöngunni - sjá kort!
Rauðir safnast saman á grasinu fyrir utan Stigahlíðablokkina og hefst skrúðganga þeirra þaðan.
Bláir safnast saman á túninu fyrir aftan Einarshús og hefja sína göngu þar
Báðir litir mætast svo þegar rauðir koma niður Þjóðólfsveginn og bláir komi upp Skólastíginn. Báðir litir ganga svo saman inn Völusteinsstrætið og að Stebbalaut, þar sem brennan verður tendruð og raddböndin verða þanin undir stjórn Bigga Olgeirs.
Fánar fást hjá Fánasmiðjunni á Ísafirði.