Sundblak-Rafverk vs Vesturbros
Heilsuvika Heilsubærinn Bolungarvík
Stóðst þú þig framúrskarandi vel í sundblaki í grunnskóla og leitar að leiðum til að endurupplifa gamla frægð?
Hefuru gaman að því að taka þátt í skemmtilegum leikjum í sundi? Nú er tækifærið! Heilsubærinn stendur fyrir keppni í sundblaki og ætla Vesturbros og Rafverk Alberts að hefja leikinn með sögulegu einvígi! Ef þú/þið viljið skrá ykkur sendið skilaboð á Svönu Kristínu, tilvalið tækifæri fyrir vinnustaðinn að taka sig saman, skora á aðra hópa og hafa gaman saman í sundi.

