Viðburðir

  • TAKK-ÖRSÝNING
  • 31. júlí 2020 - 1. ágúst 2020, 16:00, Bolungarvík

TAKK-ÖRSÝNING

TAKK-örsýning er listgjörningur með kveðju frá bakvörðunum á Bergi.

Sýningin opnar föstudaginn 31. júlí kl. 16 í Listastofunni Bakka í Bolungarvík - léttar veitingar - allir velkomnir!

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 1. ágúst frá kl. 12-16.

Á sýningunni má sjá og upplifa ljósmyndir, leirlist, tónlist, ljóðlist og sjá örstutt myndbrot úr heimildaþáttaröð um Covid-19.

Listastofan Bakki er á horni Brimbrjótsgötu og Hafnargötu í Bolungarvík.