Viðburðir

  • 1. desember 2024, 17:00 - 18:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Tendrun ljósanna

Jólahátíðin í Bolungarvík hefst með tendrun ljósanna á jólatrénu við félagsheimilið.

Bolvíkingar koma saman við félagsheimilið í byrjun aðventunnar til að tendra ljósin á jólatrénu og hefja þannig undirbúning jólanna.

Flutt er hugvekja, nemendur Tónlistarskóla Bolungarvíkur flytja jólalög og boðið er uppá jólasmákökur og súkkulaði.

Dansað verður kringum jólatréð og jólasveinar koma til okkar með pokann sinn.