Viðburðir

  • Þorrablót, mynd Helgi Hjálmtýsson
  • 22. janúar 2022, Bolungarvík

Þorrablót hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík 2022

Þorrablót hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík 2022 verður haldið laugardaginn 22. janúar í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Konur mæti í íslenskum þjóðbúningi og karlar í íslenskum hátíðarbúningi eða dökkum jakkafötum.

Þorrablót hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík var fyrst haldið árið 1944.

Tilkynning barst frá formanni þorrablótsnefndarinnar þann 4. janúar 2022 að nefndin hafi tekið þá erfiðu ákvörðun að fresta enn og aftur þorrablóti hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík.
Miðað við ástandið í dag og gildandi sóttvarnarreglur þá er þetta besta og skynsamlegasta ákvörðunin sem hægt var að taka að mati nefndarinnar. Síðast fór þorrablótið fram árið 2020 og þá var nefndin kosin sem nú sér fram á þriðja árið. Þetta er líklega þaulsetnasta nefnd í sögu þorrablótsins með formann Guðrúnu Dagbjörtu Guðmundsdóttur. Það verður eitthvað árið 2023!