Viðburðir

  • 30. maí 2025, 18:00 - 21:00, Einarshús

Þorskurinn 2025

Tónlistarhátíðin Þorskurinn verður haldinn aftur í ár, föstudaginn 30. maí kl. 18, í portinu við Einarshúsið í Bolungarvík. Það var góð mæting í fyrra og brakandi blíða - tilvalið að hefja sjómannadagshelgina hér!

Að sjálfsögðu mun vestfirskt tónlistarfólk stíga á stokk og eru nokkur atriði komin á blað nú þegar. Óskað er eftir fleira tónlistarfólki til þess að taka þátt - áhugasamir mega endilega hafa samband við Hildi Ágústsdóttur í einkaskilaboðum á Facebook eða í síma 823-5788.

Sjá viðburð á Facbook hér