Viðburðir

  • Umhverfisatak
  • 13. maí 2023 - 22. maí 2023, 11:00 - 15:00, Bolungarvík

Umhverfisátak

Hreinsunardagur 13. maí n.k. kl. 11-15.

Bolungarvíkurkaupstaður og umhverfismálaráð boða til umhverfisátaks í sumar þar sem íbúar og fyrirtæki eru hvött til að huga að nánasta umhverfi. Íbúar eru beðnir um að tína upp bréfarusl, plast, dósir og annað smálegt sem hefur lent á röngum stað hjá okkur yfir veturinn.
Garðaúrgangur verður fjarlægður af starfsmönnum áhaldahúss mánudagana 15. og 22. maí og eru íbúar hvattir til að hafa hann tilbúinn til flutnings og safna honum saman við lóðarmörk.
Salt til gróðureyðingar verður hægt að nálgast á hafnarvog og við áhaldahús.

Hreinsunardagur og grill

Íbúar eru einnig boðaðir til sérstaks hreinsunarátaks , laugardaginn 13. maí n.k. frá kl. 11-15. Að átaki loknu verður grillað á sundlaugarplaninu.

Íbúar ofan Völusteinsstrætis hittast á mótum Holtabrúnar og Þjóðólfsvegar og skipta sér á svæði 1 og 2. Íbúar neðan Völusteinsstrætis hittast á planinu við sundlaugina og skipta sér á svæði 3 og 4.
Opnun gámastöðvar verður frá kl.10 til 16 þennan laugardag.

Umhverfisatak-svaediSvæði 1 er ofan Völusteinsstrætis og innan Þjóðólfsvegar, þar með talin skógræktin og nær að Hólsá.
Svæði 2 er ofan Völusteinsstrætis og utan Þjóðólfsvegar.
Svæði 3 er neðan Völusteinsstrætis og utan Skólastígs.
Svæði 4 er neðan Völusteinsstrætis og innan Skólastígs.

Tómir ruslapokar verða afhentir við upphaf átaksins við sundlaug og skógrækt. Tekið verður við þeim eftir hreinsun ( fullum ) á planinu við sundlaugina . Einnig má setja þá við næstu götu og verða þeir þá fjarlægðir þaðan.