Vestfjarðamót í sjómanni 2025
Vestfjarðamótið í sjómanni verður haldið á Verbúðinni í þriðja sinn föstudaginn 30. maí 2025.
Keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi á sérsmíðuðu, löggiltu keppnisborði og er aldurstakmark 20 ár. Til að koma til móts við kröfur samtímans fá allir þátttakendur áfallahjálp og hughreystingu að hætti hússins, í fljótandi formi, um leið og þeir detta úr keppni.
Vegleg verðlaun fyrir sigurvegara!
Skráning í mótið hefst kl 19:00
Mótið hefst kl 21:00