Viðburðir

  • Víðavangshlaup 2020
  • 17. júní 2021, 10:00, Bolungarvík

Víðavangshlaup 2021

Dagskrá þjóðhátíðardagsins hefst með víðavangshlaupi frá Ráðhúsi Bolungarvíkur.

Víðavangshlaupið á 17. júní byrjar kl. 10 við Ráðhús Bolungarvíkur.

Keppt er í fimm flokkum og þurfa keppendur að mæta fyrir kl. 10 og skrá sig í einhvern af eftirfarandi flokkum:

  • 6 ára og yngri, um 100 metrar fram og til baka, rauð lína
  • 7-10 ára, um 250 metrar fram og til baka, blá lína
  • 11-13 ára, um 540 metra hringur, svört lína
  • 14-16 ára, um 750 metra hringur, fjólublá lína
  • 17 ára og eldri, um 3 km fram og til baka frá Ráðhúsinu um göngustiginn hjá Hrafnakletti að vegamótum við Múrhúsaland

Verðlaun eru fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum aldursflokki í formi gjafabréfa frá Aurora Arktika Adventure Center.

20210617_6_ara_og_7_10_ara

6 ára og yngri og 7-10 ára


20210617_10_13_ara_og_14_16_ara

11-13 ára og 14-16 ára