Viðburðir

  • 29. október 2024, 20:00 - 21:00, Íþróttahúsið Árbær

Yin yoga

Yin yoga með Ingibjörgu Andreu í Gunnarsstofu. 

ATH það er orðið fullbókað í tímann.

Yin yoga er mjúkur og rólegur tími sem samanstendur af sitjandi og liggjandi stöðum, og hverri stöðu er haldið í 3-10 mínútur.

Í yin iðkun fær líkaminn góðan tíma til þess að gefa eftir í hverri stöðu, þar sem róleg öndun og nægur stuðningur púða og kubba stuðla að bandvefslosun. Bandvefurinn (e. fascia) umlykur alla vöðvaþræði líkamans og hefur veruleg áhrif á stífleika.

Markmið tímans er að iðkendur hægi á sér, gefi sér tíma til að hlúa að sér, auki liðleika og létti á spennu í líkamnum. Tíminn endar á góðri slökun.

Hafið samband á iahallgrims@gmail.com til að bóka pláss - takmarkað pláss.