Notendahandbók
Efnisyfirlit
Um notendahandbókina
Þessi síða er til að aðstoða vefstjórann sem nokkurskonar glósubók. Það má bæta við upplýsingum að vild.
Síðan kemur hvorki upp í leit, né veftrénu.
Myndir
Í skjalakerfinu er mappa merkt "Notendahandbók" sem er ætluð fyrir myndir sem fara á þessa síðu.
Efnis-/ textastílar í greinum
Lítill texti
Smátt letur: (þessir stílar gilda allir fyrir texta af tegundinni "P - málsgrein".)
Texti með mynd.
Mynd + texti í grein
Það er hægt að setja inn myndir með texta undir með því að setja myndina fremst í sitt eigið paragraph, skrifa texta aftan við myndina, og velja P-stílinn "Mynd og texti - hægri" (eða vinstri).
Soft hyphen
Þegar unnið er með löng orð má setja "soft-hyphen" inn í þau til að segja vafranum hvar þau eiga að skipta sér ef þörf er á.
Farið er í skráningu greinar og sett inn "­" í viðkomandi orð þar sem að skiptingin á að eiga sér stað (ath. ekki er hægt að gera þetta í gegnum vefritilinn). Short-cut fyrir þetta er: Ctrl. + Shift + Enter
Dæmi: Vegavinnu­verkamenn
Vegavinnu-
verkamenn
Gæsalappir
Til að fá inndreginn texta með gæsalöpp og línu vinstra megin (eins og á myndinni fyrir neðan) þá er textinn valinn. Þar næst er smellt á gæsalappa merkið uppi í aðgerðastikunni.
External linkur (icon)
Linkar sem fara með okkur út af vefnum fá icon fyrir aftan. Til að þetta icon birtist ekki er hægt að setja klasann noicon annað hvort á linkinn eða einhverstaðar á undan.
Dæmi: Velja linkinn og fara í A stíll og velja Fela external icon. Sjá mynd fyrir neðan.
Stofnanir - Summary
Hægt er að setja inn tilbúið HTML fyrir summary á síðu fyrir stofnanir (skóli, sundlaug o.fl.)
Farið er með bendilinn í summary dálkinn í greininni. Smellt er á HTML takkann og valið "Stofnanir - Summary". Þá kemur tilbúið HTML með síma, netfangi og auka link.
ATH: það þarf að breyta texta og vefslóðum.
Google Maps
Til að setja kort á síðu, t.d. skóla, sundlaug o.fl.
Sækja embed link
Til að sækja embed link á kortið er farið á síðu Google Maps og skrifað heimilisfangið í leitina.
Næst er farið í menu efst í vinstra horni og smellt á "Share or embed map"
Svo er farið í flipann "Embed map" og https slóðin öll afrituð.
Setja kortalink í grein
Farið í greinina þar sem kortið á að birtast. Skrifa textann "Google Maps" og setja sem link með slóðina sem var fundin í Google Maps í skrefinu á undan.
Síðan er settur "A stíll: Google Maps".
Starfsmannalisti - fellilisti
Alda Karen Sveinsdóttir
Stuðningsfulltrúi
aldas@bolungarvik.is
s: 456-7264
Grunnskóli
Anna Magdalena Preisner
Leikskólaleiðbeinandi B
annap@bolungarvik.is
s: 849-3445
Leikskóli
Fellilistinn
- Til að fá fellilista þarf fyrst að skrifa titil(nafn) og setja á hann H3-Millifyrirsögn og svo er valið "H3 stíll: Fellifyrirsögn".
- Allur texti sem á að vera fellanlegur þarf að vera í P - Málsgrein, H4 - uppbrot eða raðaður/óraðaður listi.
- Fellilisti stoppar þar sem næsti H3/H2 titill byrjar.
- Í starfsmannalista þarf að smella á shift + Enter til að fá nýja línu. Með þessarri aðferð verður ekki bil á eftir hverri línu.
Þegar notandi er svo útskráður fær fellilistinn réttan stíl.