• Bolungarvík

Heilsubærinn Bolungarvík

Helsta markmiðið verkefnisins er að hver og einn finni til ábyrgðar gagnvart sjálfum sér og eigin heilsu. 

HelsubaerinnHeilsubærinn Bolungarvík er forvarnarverkefni sem hefur verið í gangi í Bolungarvík frá árinu 2000. 

Helsta markmiðið verkefnisins er að hver og einn finni til ábyrgðar gagnvart sjálfum sér og eigin heilsu. 

Í verkefninu taka þátt stofnanir, skólar, félagasamtök, fyrirtæki og bæjarfélagið sjálft.

Sérstök framkvæmdanefnd skipuleggur starfið og þátttaka almennings eykst stöðugt. 
Áfram Bolungarvík - heilsubær á nýrri öld !

Markmið

  • Vekja almenning til ábyrgðar á eigin heilsu og umhugsunar um heilbrigða lífshætti 
  • Bæta þekkingu almennings á áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og slys 
  • Auka vilja og möguleika almennings til að lifa heilsusamlegu lífi
  • Samhæfa starfskrafta og viðfangsefni eins og kostur er
  • Auka þátttöku einstaklinga og samfélagsins í ákvörðunartöku um heilbrigðisþjónustu
  • Veita upplýsingar um nýtingu þess fjármagns sem til staðar er fyrir heilbrigðisþjónustuna

Leiðir að markmiðum

  • Fræðsla og kynning á því hvað heilsuefling stendur fyrir
  • Skipuleggja heilsueflingarverkefni sem hvertja fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu og efla jákvætt viðhorf til heilbrigðra lífshátta 
  • Tryggja samvinnu við bæjaryfirvöld, skóla, atvinnulíf, einstaklinga og félagasamtök
  • Veita íbúum upplýsingar um tekjuöflun og nýtingu fjármagns í heilbrigðisþjónustu
  • Skipuleggja áætlanir og forgangsraða viðfangsefnum eftir þörfum samfélagsins
  • Setja skýr markmið fyrir hvert viðfangsefni í samvinnu við viðkomandi aðila
  • Meta árangur aðgerða og endurskoða viðfangsefni
  • Leggja áherslu viðfangsefni á sviði manneldis, hreyfingu, vinnuverndar, tóbaks- og fíkniefnavarna og slysavarna.

Sjá meira: