Reglugerð um kjör íþróttamanns Bolungarvíkur
- Fyrir lok janúar ár hvert skal heiðra þann bolvíska íþróttamann sem bestan árangur hefur þótt sýna í íþróttum á liðnu ár.
- Íþróttamaðurinn verður að vera í íþróttafélagi innan ÍSÍ og hafa unnið afrek sín undir merkjum þess.
- Íþróttamaðurinn þarf að hafa náð 14 ára aldri á árinu og eiga lögheimili í Bolungarvík.
- Íþróttamaðurinn verður að hafa sýnt framúrskarandi árangur í íþrótt sinni á árinu.
- Íþróttamaðurinn þarf að hafa sýnt góða ástundun og áhuga, koma prúðmannlega fram og vera öðrum góð fyrirmynd.
- Íþróttafélög sem starfa í Bolungarvík hafa rétt til að tilnefna einstaklinga til kjörs á íþróttamanni ársins. Hvert félag eða deild innan félags tilnefnir að hámarki einn einstakling til kjörs á íþróttamanni ársins.
- Almenningi er veitt heimild til að koma með ábendingar til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna íþróttamanna sem ekki falla undir 6. grein reglugerðarinnar og skal ráðið þá afla upplýsinga varðandi viðkomandi íþróttamann.
- Með tilnefningu skal fylgja skrá yfir afrek viðkomandi íþróttamanns á árinu og umsögn þjálfara hans á þar til gerðu eyðublaði.
- Ef tilnefning til íþróttamanns ársins uppfyllir ekki skilyrði 2.-8. greinar reglugerðar þessarar, ber íþrótta- og æskulýðsráði að endursenda hana og óska eftir að skilyrðum reglugerðarinnar verði fullnægt. Íþrótta- og æskulýðsráð hefur heimild til að veita einnar viku frest til úrbóta á tilnefningu til íþróttmanns ársins.
- Hvert félag eða deild innan félags tilnefnir að hámarki þrjá einstaklinga til viðurkenninga fyrir árangur og framfarir. Einstaklingar sem tilnefndir eru þurfa að hafa náð 10 ára aldri á árinu. Einnig skal hvert félag eða deild innan félags tilkynna ef hópur hefur náð framúrskararndi árangri á árinu og verið í verðlaunasæti á stórmóti.
- Á hófið skal eftirtöldum verða boðið:
- Tilnefndum íþróttamönnum og fjölskyldum þeirra
- Þjálfururm tilnefndra íþróttamanna
- Stjórnum félaga og deilda
- Stjórn Hérðassambands Bolungarvíkur
- Bæjarstjórn Bolungarvíkur
- Bæjarstjóra Bolungarvíkur
- Fjölmiðlum á svæðinu
- Atkvæðisrétt eiga aðalmenn og varmann í íþrótta- og æskulýðsráði Bolungarvíkur. Kosning skal fram fram skriflega. Sá sem er settur númer eitt skal fá 3 stig, annar hlýtur 2 stig og þriðji hlýtur 1 stig.
- Reglugerðin tekur gildi frá og með 16. nóvember 2005.
Reglugerðin var samþykkt á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs Bolungarvíkur 16. nóvember 2005.
Ný reglugerð var samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar 12. nóvember 2019.