Bolafjall

Bolafjall er 638 metra hátt fjall fyrir ofan Bolungarvík. 

Vegurinn á Bolafjall er lokaður yfir vetrartímann

Brattur akvegur liggur upp á Bolafjall, en þar er ratsjárstöð Landhelgisgæslu Íslands. Vegurinn hefur verið opinn bílum í júlí og ágúst, og nú hefur verið komið á gjaldskyldu fyrir bílastæðin uppi á Bolafjalli. Hægt er að nálgast gjaldskrána hér.

Á Bolafjalli er hrjóstrug háslétta með víðsýni til allra átta, sem gerir fjallið að vinsælum viðkomustað á Vestfjörðum. 

Þverhnípi er fram af fjallinu og afar varasamt að fara nálægt brúninni. Mikilvægt er að gæta þess að börn séu ekki eftirlitslaus.

Útsýnispallur á Bolafjalli20220209_133607_Gummi_Ragg

Mikil uppbygging er hafin á ferðaþjónustumannvirkjum á Bolafjalli.

Mikil uppbygging er í gangi á Bolafjalli, reistur hefur verið glæsilegur útsýnispallur sem býður upp á einstakt útsýni yfir svæðið og verið er að byggja ný bílastæði til að mæta vaxandi fjölda gesta.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar útsýnispalls á Bolafjalli. 

Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða.