Viðburðir

  • Bakkabræður
  • 2. júlí 2022, 15:30, Félagsheimilið Bolungarvík, 0 kr.

Bakkabræður í Bolungarvík

Brúðuleikritið Bakkabræður sýnt 2. júlí kl. 15:30 á markaðsdaginn í Bolungarvík.

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga.

Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis.

Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

Tónlistin er á Spotify; Bakkabræður tónlist úr leikritinu.