Viðburðir

  • 20220702_Ludrasveit
  • 2. júlí 2022, 13:00, Félagsheimilið Bolungarvík, 0 kr.

Banda de Música FCSM&Associació Vila de Falset ásamt dönsurum

Lúðrasveitin Banda de Música Vila de Falset frá Katalóníu á Spáni leikur katalónska tónlist ásamt dönsurum laugardaginn 2. júlí 2022 kl. 13:00 á Markaðshelginni í Bolungarvík. 

Dagskrá tónleikanna

  • Euterpe - tangó
  • Porrera veiðimennirnir - pasodoble
  • La Catalana - marsúrka
  • Fira de Rasquera - polki
  • Vals del Cornetí - jota vals
  • Simfonia Margarita - svíta
  • El Diluvio - þema og tilbrigði fyrir tvær klarínettur
  • Jota de Falset

Fjórir dansarar koma fram koma fram með lúðrasveitinni. 

Tónlistin er eftir tónskáld frá Priorat-héraðinu og var vinsæl í upphafi 20. aldarinnar fram að spænsku borgarastyrjöldinni árið 1936.

Lúðrasveit Vila de Falset var stofnuð árið 1974 og flestir meðlima hennar eru yngri en 18 ára.

Lúðrasveitin er félags- og fræðsluverkefni og í tengslum við hana er rekin tónlistarskóli með fjölmörgum nemendum sem spila á yfir 20 tónleikum víðsvegar um Katalóníu á ári hverju.

Falset er höfuðstaður Priorat-héraðsins í Katalóníu á Spáni en héraðið er frægt fyrir vínframleiðslu. Falset er inni í landi um 120 km vestur af Barselóna.