Viðburðir

  • Hólskirkja í Bolungarvík. Mynd: Helgi Hjálmtýsson.
  • 12. júní 2022, 14:00, Hólskirkja í Bolungarvík

Hátíðarguðsþjónusta í Hólskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður á sjómannadag 12. júní 2022 kl. 14:00 í Hólskirkju í Bolungarvík.

Benedikt Sigurðsson, stud. theol., flytur ræðu í guðsþjónustunni og kór bolvískra karla syngur. Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar fyrir altari.

Að guðsþjónustunni lokinni verður gengið í Grundarhólskirkjugarð og lagðir blómsveigar að minnismerkjum sjómanna í garðinum.