Viðburðir

  • 20220702_Umhverfing
  • 2. júlí 2022 - 31. ágúst 2022, 13:00, Bolungarvík

Nr. 4 Umhverfing í Einarshúsi, Ósvör og Ráðhúsi

Verk eftir fimm listamenn eru sýnd í Einarshúsi, Sjóminjasafninu Ósvör og Þjónustumiðstöð Ráðhúss Bolungarvíkur.

  • Sýningin í Einarshúsi er opin alla daga frá kl. 11:45-20:30.
  • Sýningin í Ósvör er útisýning og því alltaf aðgengileg.
  • Sýningin í Ráðhúsinu er opin alla virka daga á opnunartíma Þjónustumiðstöðvarinnar frá kl. 10-15. Auk þess verður sýningin opin á markaðsdaginn, laugardaginn 2. júlí 2022 frá kl. 13-17.

Sýningarnar eru hluti af Nr. 4 Umhverfing sem Akademía skynjunarinnar stendur fyrir í Dölunum, á Vestfjörðum og á Ströndum í sumar.

Listsýning í Einarhúsi

Helga Magnúsdóttir
Djúp
2017-2018
Olía og strigi, 100 x 210 cm

Dagrenning
2017-2018
Olía og strigi, 2010 x 100 cm

Listsýning í Sjóminjasafninu Ósvör

Rúrí
Áttavísan / Directions
2022
Ljóð á 26 bómullarfánum sem skiptast í fjóra kafla og hver kafli birtur á einum stað:
Ósvör, Botn í Mjóafirði, Snjáfjallasetur og Flatey á Breiðafirði.

Listsýning í Þjónustumiðstöð Ráðhússins

Elísabet Haraldsdóttir
Baggalútar
2022
Postulín

Georg Guðni Hauksson
1961-2011
5 málverk án titils
2011
Olía á striga
Georg Guðni stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands í Reykjavík 1980-1985 og við Jan van Eyck Academie í Maastricht í Hollandi 1985-1987. Verkin sem sýnd eru nú í anddyri Ráðhúss Bolungarvíkur eru frá árinu 2011 og eru því með síðustu málverkum Georgs Guðna. Verkin eru unnin með olíulit á striga og hafa aldrei verið sýnd opinberlega áður. Þau eru í einkaeign.

Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Fjölskylduakur / Family Field
2012
Fánabók, Bokaklæði, pappír, blek
Flagbook, cloth, paper, ink

Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Jökulgarður ǀ Jökulgarður II og Jökulgarður III
2019
Harmonikubók og pappírsbrot, pappír og blek
Accordion and folding paper and ink