Viðburðir

  • 20220611_Lotta
  • 11. júní 2022, 12:00, Félagsheimilið Bolungarvík, 0 kr.

Pínulitla Mjallhvít

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýjan söngleik sem nefnist Pínulitla Mjallhvít laugardaginn 11. júní 2022 kl. 12:00 við Félagsheimili Bolungarvíkur.

Sýningin hefur verið færð yfir í íþróttahúsið.

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til okkar með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Pínulitla Mjallhvít er stútfull af sprelli og fjöri fyrir alla á öllum aldri.

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með leiksýningar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í útileikhúsi á sumrin og ferðast nú um landið 16. sumarið í röð.

Sýningin er í boði Bolungarvíkurkaupstaðar.