Fréttir
  • Útsýnispallur á Bolafjalli

Útsýnispallurinn á Bolafjalli á sýningu í Moskvu

Módelið er 1,8 m að lengd og sýnir hluta Bolafjalls og útsýnispallinn eins og hann kemur til með að líta út í fjallinu. 

Model_bolafjall

Sýningin kallast „Opinber arkitektúr – framtíð Evrópu“ og hún opnaði í gær og verður opin til 10. maí 2020. Eftir það er von á módelinu til sýningar í Bolungarvík.

Það eru Sei arkitektar í Reykjavík sem standa að gerð módelsins sem var smíðað af Fab Lab í Vestmannaeyjum en Sei arkitektar hönnuðu pallinn ásamt Landmótun og Argos.

Það er Schusev-ríkissafnið um arkitektúr ásamt Evrópsku menningarmiðstöðinni í Rússlandi og Evrópsku menningarmiðstöðinni á Ítalíu sem standa að sýningunni.