Fréttir
  • Bolafjall

Deiliskipulag fyrir Bolafjall

Um er að ræða svæði sem nær til 11,5 hektara svæðis á Bolafjalli. Innan þess svæðis er einnig lóð ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlantshafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands og skilgreind sem öryggissvæði.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Bolungarvíkur, www.bolungarvik.is, frá 18. mars 2021 og með athugsemdafresti til 29. apríl 2021. Deiliskipulagstillagan er einnig aðgengileg á Samráðsgátt stjórnvalda, www.samradsgatt.is, frá og með 18. mars 2021.

Skila skal skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum til Bolungarvíkurkaupstaðar, bt. Finnboga Bjarnasonar, Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík, eða á netfangið finnbogi@bolungarvik.is.