• 20220321_hreggnasaskipulag_1666349474549

Deiliskipulag

Lundahverfi og vþ-svæðis við Hólsá

Deiliskipulag Lundahverfis nær yfir íbúðarsvæði og afmarkast af Þjóðólfsvegi og Höfðastíg í norðri, Völusteinsstræti og grunnskólalóð í vestri, Hólsá í suðri og Heilsustíg í austri. Svæðið er um níu (9) hektarar að stærð og er að stærstum hluta íbúðasvæði í aðalskipulagi.

Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Hólsá afmarkast af Hólsá til norðurs, Kirkjuvegi til suðurs til austurs af afmörkun VÞ-svæðis í aðalskipulagi og til vesturs eins og sýnt er á uppdráttum. Svæðið er um 0,7 hektarar að stærð.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð liggur frammi á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is frá og með 21. október 2022 til og með 5. desember 2022.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 5. desember 2022.

Skila skal skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum til Bolungarvíkurkaupstaðar, bt. Finnboga Bjarnasonar, Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík, eða á netfangið finnbogi@bolungarvik.is

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Bolungarvík 21. október 2022.

Finnbogi Bjarnason Skipulags- og byggingafulltrúi