Fréttir
  • 17. júní 2016

17. júní í Bolungarvík

Dagurinn hefst með víðavangshlaupi frá Ráðhúsinu. Skráning fer fram á staðnum og hefst hlaupið að henni lokinni. Hlaupið er opið fyrir alla aldurshópa en vegalengdir eru við hæfi hvers hóps. 

Fleytukeppni verður í Hólsá þar sem keppendur mæta með fleytur sínar. Fleytan skal vera heimasmíðuð, hver keppandi má aðeins hafa eina fleytu og hún skal að lágmarki vera 20 cm löng. 

Gegnið verður í skrúðgöngu frá Ráðhúsinu að Félagsheimilinu þar sem hátíðardagskrá hefst. Fjallkonan kemur til okkar, við syngjum þjóðsönginn og hlýðum á hátíðarræðu. Við fáum að heyra skemmtilega tónlist, sjáum leikþátt úr Kardemommubænum og ljúkum deginum með vöfflukaffi. 

Lyftum okkur upp og njótum þess að vera saman í Víkinni fögru á 17. júní. 

Hátíðardagskrá

 

  • 10:00 Víðavangshlaup
  • 11:00 Fleytukeppni í Hólsá
  • 14:00 Skrúðganga
  • 14:10 Hátíðardagskrá við félagsheimili
  • 15:00 Vöfflukaffi 

 

Hljómsveitin Nátttröll verður með útgáfutónleika á Einarshúsi kl. 16 og leikur síðan fyrir dansi í Félagsheimili Bolungarvíkur um kvöldið. Dansleikurinn hefst kl. 22 og aðgangseyrir er 2.000 kr. 

Gleðilega þjóðhátíð!