Fréttir: desember 2023

Vont veður yfir hátíðirnar - mokstur og þjónusta í Bolungarvík

Kæru íbúar,

Því miður er staðan þannig að spáin er slæm fyrir hátíðirnar. Það má búast við mikilli snjókomu og skafrenning fyrripartinn á aðfangadag og frameftir kvöldi.

Íbúa eru beðnir að fylgjast vel með veðurspá á www.vedur.is og reyna eftir bestu að aðlaga sín plön að aðstæðum.

Stefnt verður að því halda öllum götum opnum á aðfangadag til kl.16 með því að ‚stinga‘ í gegn. Það má því búast við ruðningar myndist í bænum sem geta teppt bílastæði og heimreiðar.

Lesa meira
  • Bolungarvík

Leikskólinn Glaðheimar í Bolungarvík auglýsir eftir starfsfólki

Í stækkandi samfélagi eins og Bolungarvík þá fjölgar börnum í leikskólanum og leitum við því eftir leikskólakennara / starfsmanni sem getur unnið 80 - 100% starf inn á deildum. Einnig auglýsum við eftir stuðningsfulltrúa sem starfar inná deild sem stuðningur

Lesa meira