4. bekkur tínir rusl
Íbúarnir eru kjarni bæjarfélagsins og því ómetanlegt þegar íbúar sýna frumkvæði að betra samfélagi.
„Unga fólkið er framtíðin“ er tilvitnun sem sjaldan á betur við en í þessu tilviki, segir Jón Páll bæjarstjóri. Unga fólkið í Bolungarvík tekur þátt í hinni alþjóðlegu hreyfingu barna um allan heim sem hvetur okkur sem tökum ákvarðanir dagsins í dag til að vera meðvituð um að það eru þau sem munu sitja uppi með þessar ákvarðanir dagsins í dag. Ég er stoltur og glaður yfir framtaki ungs fólks í Bolungarvík og ætla að taka það til mín og taka upp það rusl sem ég sé á leið minni um Bolungarvík þangað til að bærinn er orðinn tandurhreinn.