• Fjarskiptamastur

29. september 2016

4G samband í Bolungarvík

Símafyrirtækið Nova hefur nú sett upp 4G-sendi í Bolungarvík sem stórbætir þjónustu viðskiptavina Nova á svæðinu. 

Starfsfólk Nóva segist hlakka til að geta þjónustað viðskiptavini sína í okkar bæ enn betur.

Nova er stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi og var fyrst íslenskra símafyrirtækja til þess að bjóða 4G/LTE þjónustu. 

4G/3G þjónusta Nova nær til 96% landsmanna en sífellt er unnið að því að efla og þétta kerfið enn frekar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nova.