Fréttir
  • Bjarnabúð - teikning

90 ára afmæli Bjarnabúðar

Í daglegu tali er verslunin kölluð Bjarnabúð og margir Bolvíkingar versla þar reglulega ásamt viðskipavinum verslunarinnar í nágrannabyggðalögum.

Bjarnabúð selur matvöru og vefnaðavörur, bækur, gjafavörur, skrifstofuvörur, ungbarnafatnað, leikföng,  föt á fullorðna, búsáhöld og ýmislegt fleira. 

Hus-Jonu-laeknisins

Bjarnabúð byrjaði í húsi sem stóð á mótum Aðalstrætis og Hafnargötu er gekk síðar undir nafninu Hús Jónu læknisins. 

Árið 1933 keypti Bjarni Eiríksson húsið og flutti í það með fjölskyldu sinni. Síðar keypti Bjarni húsið sem núverandi Bjarnabúð hefur verið rekin í allar götur síðan og flutti þangað með fjölskylduna á skírdag árið 1935.

Benedikt sonur Bjarna tók síðan við rekstri verslunarinnar árið 1958 og Stefanía Birgisdóttir tók við af honum árið 1996 og rekur Verslun Bjarna Eiríkssonar í dag.

Laugardaginn 9. september fagnar Bjarnabúð 90 ára afmæli og verður með afmælisviðburði næstu daga þar eftir. 

Bolungarvíkurkaupstaður óskar Verslun Bjarna Eiríkssonar og Bolvíkingum öllum til hamingju með afmælið!


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.