Fréttir

Áætlun eignamarka HMS á Vestfjörðum

Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, HMS, er vel á veg komið við að kortleggja jarðir á Vestfjörðum og hefur áætlað eignarmörk um 750 jarða í landshlutanum. 

Áætlun eignamarka felst í kortlagningu eignamarka jarða út frá aðgengilegum heimildum og samningum sem eigendur hafa gert í gegnum tíðina. Út frá heimildum þessum eru drög unnin að áætluðum landamerkjum jarða. Landeiganda er tilkynnt um drög að áætlun eignamarka í gegnum Ísland.is og drögin birt í vefsjá landeigna. 

HMS sendi í dag 4.000 eigendum jarðanna 750 á Vestfjörðum bréf þess efnis að drög að áætluðum eignamörkum væru komin í birtingu og að aðilar gætu kynnt sér drögin í vefsjá landeignaskrár. Aðilar hafa sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.

HMS tekur á móti athugasemdum við drög að áætlun eignamarka á island.is. Landeigendum stendur einnig til boða að hitta starfsmenn í eigin persónu ef bókaður er fundur með því að senda póst á netfangið jardir@hms.is eða hringja í símanúmer stofnunarinnar 440-6400. Allar athugasemdir eru teknar til vinnslu við gerð niðurstöðu áætlaðra eignamarka.

Sjá frekari upplýsingar á síðu HMS.


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.