• Páskar 2016

21. mars 2016

Áætlunarferðir um páskana

Boðið verður upp á sérstaka áætlun milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar yfir páskahelgina 2016. 

Þetta er tilraunaverkefni sem Bolungarvíkurkaupstaður stendur að og er markmiðið að koma til móts við ferðalanga og seljendur gisirýmis í Bolungarvík annars vegar og hins vegar að kanna þörf og áhuga Víkara á slíkum ferðum. 

Ýmislegt verður í boði í Bolungarvík yfir páskana eins og kótilettukvöld, tónlist í vatni og samflot í sundlauginni en fjölmargir sækja einnig viðburði á Ísafirði um páskana eins og Aldrei fór ég suður og viðburði skíðavikunnar.  

Fargjald verður 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir grunnskólabörn og frítt fyrir yngri börn. Greiða má fargjaldið með peningum eða kortum. Rútan fer frá Sundlauginni í Bolungarvík og Kristjánsgötu við Hafnarbúðina á Ísafirði. 

Þessi sérstaka áætlun er viðbót við áætlun Valdimars Gíslasonar sf. eða flugrútunnar sem margir kalla. 

Áætlunarferðir milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar
Flugrúta sími 892-1417
Virka daga: Bol-Ísa 07:30, 13:00 og 16:30: Ísa-Bol 14:00 og 18:00
Auk þess fer flugrútan í öll flug 

Sérstök páskaáætlun Bolungarvík Sundlaug og Ísafjörður Hafnarbúðin
Skírdagur
Bol-Ísa 14:00 og 24:00
Ísa-Bol 14:30 og 24:30
Föstudagurinn langi
Bol-Ísa 14:00, 20:00 og 24:00
Ísa-Bol 14:30, 20:30 og 24:30
Laugardagur fyrir páska
Bol-Ísa 12:00, 16:00, 20:00 og 24:00
Ísa-Bol 12:30, 16:30, 20:30 og 24:30
Páskadagur
Bol-Ísa 14:00 og 18:00
Ísa-Bol 14:30 og 18:30