Fréttir
  • Bolafjall

Aðalskipulag á Bolafjalli

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 9. júní 2020 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Bolungarvíkur 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í stækkun á reit B2 um 2,7 ha til norðvesturs. Skerpt er á heimild til uppbyggingar fyrir ferðaþjónustu með byggingu útsýnispalls, bílastæðum og þjónustuhúsi. Önnur ákvæði aðalskipulagssins eru óbreytt. Breytingin er í samræmi við áherslur gildandi aðalskipulags um uppbyggingu ferðþjónustu á Bolafjalli. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dagsett 29. apríl 2020 mkv. 1:25.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Uppdráttur sem sýnir breytinguna er til sýnis á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar Aðalstræti 10-12 Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar www.bolungarvík.is.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags og byggingarfulltrúa Bolungarvíkur.

Bæjarstjóri Bolungarvíkur
Jón Páll Hreinsson