Fréttir
  • Bolafjall

Aðalskipulag á Bolafjalli

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 9. júní 2020 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Bolungarvíkur 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í stækkun á reit B2 um 2,7 ha til norðvesturs. Skerpt er á heimild til uppbyggingar fyrir ferðaþjónustu með byggingu útsýnispalls, bílastæðum og þjónustuhúsi. Önnur ákvæði aðalskipulagssins eru óbreytt. Breytingin er í samræmi við áherslur gildandi aðalskipulags um uppbyggingu ferðþjónustu á Bolafjalli. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dagsett 29. apríl 2020 mkv. 1:25.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Uppdráttur sem sýnir breytinguna er til sýnis á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar Aðalstræti 10-12 Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar www.bolungarvík.is.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags og byggingarfulltrúa Bolungarvíkur.

Bæjarstjóri Bolungarvíkur
Jón Páll Hreinsson


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.