Fréttir
  • Bolungarvík og nágrenni í þrívídd

Aðalskipulag á vinnslustigi í kynningu

 

Íbúar eru hvattir til að kynna sér fyrirliggjandi efni í vefsjá fyrir aðalskipulagsvinnuna. 

Þátttaka íbúa

Afar mikilvægt er að sjónarmið almennings komi fram við gerð aðalskipulags. 

Sendið inn athugasemdir og ábendingar á Finnboga Bjarnason (finnbogi@bolungarvik.is), byggingarfulltrúa, og Gunnar Pál Eydal (gpey@verkis.is), skipulagsráðgjafa. 

Einnig eru fulltrúar skipaðir í skipulagshóp sem eru málsvarar hagsmunaaðila og hlutverk þeirra er að miðla upplýsingum til síns hóps eða félags og ákvarðanir verði teknar í samræmi við það. Áhersla er lögð á að skipulagshópurinn komist að einni, sameiginlegri niðurstöðu.

Næstu skref

  • Kynning draga að aðalskipulagi á vinnslustigi nú í desember og janúar,
  • íbúafundur í janúar þar sem skipulagsgreinargerð verður lögð fram og helstu atriði aðalskipulagsins kynnt og rædd, en fyrirkomulag fundar verður kynnt síðar og
  • auglýsing aðalskipulagsins í febrúar og mars 2021.

Tímalína kynningar

Kynna á lýsingu skipulagsverkefnisins í þrem áföngum; við upphaf, á vinnslustigi og í auglýsingu að loknu samþykki bæjarstjórnar. Smelltu á myndina fyrir stærri útgáfu!

Timalina

Hvar í ferli?

Hér á myndinni má sjá hvar vinnan fyrir aðalskipulagið 2020-2032 er stödd í ferli. Smelltu á myndina fyrir stærri útgáfu! 

Ferli

Áfangaskipting

Smelltu á myndina fyrir stærri útgáfu!

Afangaskipting_1608205668429

Hverju er lokið?

  • Skipulags- og matslýsing var samþykkt í sveitarstjórn þann 9. apríl 2019.
  • Haldinn var íbúafundur í kjölfarið þann 13. júní þar sem lýsingin var kynnt. 

Tenglar