Fréttir
  • Leikskoli_utbod

Aðstoðar- og sérkennslustjóri

Aðstoðar- og sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Bolungarvíkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
  • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
  • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
  • Á í samskiptum og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra. 
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla.
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
  • Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
  • Kennslureynsla á leikskólastigi æskileg
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita lausna við verkefnum sem tilheyra starfinu
  • Hreint sakavottorð

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi, lausnamiðaður og metnaðarfullur.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2022. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsókn skal senda á netfangið jonpall@bolungarvik.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2022.

Upplýsingar um starfið veitir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, í síma 899-4311 eða í gegnum netfangið jonpall@bolungarvik.is.

Leikskólinn Glaðheimar er þriggja deilda skóli með um 50 nemendur á aldrinum eins til sex ára. Skólinn er í nýju og endurbættu húsnæði en byggt var við skólann haustið 2019 og endurbætur gerðar á eldri hluta hans.

Glaðheimar starfa samkvæmt aðalnámskrá leikskóla með áherslu á Lífsleikni í leikskóla og heilsueflingu. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu og útivist. Stutt er í náttúruna og skemmtileg svæði til útikennslu. Við leikskólann er starfandi íþróttakennari sem sér um íþróttakennslu allra nemenda og er starfað eftir hugmyndafræði YAP (Young Athletes Program) í samstarfi við íþróttasamband fatlaðra.

Öflugt samstarf er milli Glaðheima og Grunnskóla Bolungarvíkur. Einnig er leikskólinn í góðu samstarfi við sundlaug Bolungarvíkur en þar eru boðið upp á sundkennslu fyrir elstu nemendur leikskólans.

Leikskólinn hefur aðgang að öflugu neti sérfræðinga sem starfar með skólanum. Ásgarður er skólaskrifstofa skólans þar sem starfsfólk hefur aðgang að sérfræðingum á ýmsum sviðum. Trappa þjónusta sér um talþjálfun í leikskólanum og Litla Kvíðameðferðarstöðin sér um alla sálfræðiþjónustu skólans.

Kjörorð skólans eru virðing, ábyrgð og traust.