Fréttir
  • Skólakór Grunnskóla Bolungarvíkur

Aðventukvöld í Hólskirkju

Skólakór Grunnskóla Bolungarvíkur flutti jólalög undir stjórn Sigrúnar Pálmadóttur við undirleik Guðrúnar B. Magnússdóttur organista. Karolína Sif Benediktsdóttir söng einsöng með kórnum.

Kirkjukórinn flutti einnig jólalög undir stjórn Guðrúnar og kórarnir sungu saman. Sigrún Pálmadóttir söng einsöng með kirkjukórnum.

Fermingarbörn 2019 báru ljós í bæinn og Ester Jónatansdóttir flutti hugvekju.

Aðventukvöldið var vel sótt og mörgum Bolvíkingum finnst kvöldið ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna

Að loknu aðventukvöldi stóð unglingadeild Grunnskóla Bolungarvíkur fyrir fyrir kaffiveitingum í safnaðarheimilinu til styrktar Marcel Knop, nemanda í 9. bekk grunnskólans, en Marcel glímir við erfiðan sjúkdóm.