• Mistök urðu við álagningu fasteignagjalda Bolungarvíkurkaupstaðar í upphafi árs er snýr að sorpeyðingargjaldi.

29. janúar 2020

Álagning fasteignagjalda 2020

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningaseðla fasteignagjalda á vefnum. 

Nálgast má álagningarseðla á mínum síðum á www.island.is undir flipanum pósthólf.

Inni á mínu svæði á www.bolungarvik.is er hægt að nálgast viðskiptastöðuna.

Greiðendur þurfa að óska sérstaklega eftir því að fá álagninga- og greiðsluseðla senda með því að hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 450-7000 eða í gegnum netfangið bolungarvik@bolungarvik.is.

Þeir sem vilja staðgreiða fasteignagjöldin geta haft samband við fjármála- og skrifstofustjóra í gegnum netfangið ajs@bolungarvik.is.