• Bolungarvík

19. janúar 2017

Álagningaseðlar fasteignagjalda og innheimta 2017

Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017 er lokið. 

Álagningaseðlar fyrir 67 ára og eldri og til lögaðila eru sendir út með pósti. Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn þegar þeim hentar á upplýsinga- og þjónustuveitunni island.is.  

Þessi birting kemur í stað þess að tilkynning sé send út með hefðbundnum bréfpósti. Áfram verður hægt að óska eftir álagningarseðli í bréfpósti með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 450-7000 eða á netfangið bolungarvik@bolungarvik.is eða hallasigny@bolungarvik.is.

Til að nálgast seðlana er farið inn á www.island.is, þar er farið inn á flipann mínar síður. Á mínum síðum er hægt að velja um tvenns konar auðkenningu. Annars vegar er hægt að nota rafræn skilríki, hins vegar er hægt að nota aðalveflykil ríkisskattstjóra, en auðvelt er að sækja um hann og fá sendan í heimabanka.

Innheimta fasteignagjalda verður á vegum skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar og er verið að vinna við að senda út greiðsluseðla fyrir fyrsta gjalddaga.

Gjalddagar fasteignagjalda eru níu fyrir árið 2017, sá fyrsti 1. febrúar og sá síðasti 1. október. 

Greiðsluseðlar er einungis sendir út til 67 ára og eldri og lögaðila. Allir greiðsluseðlar birtaðst í heimabanka.Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla til sín á pappírsformi eru beðnir að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins.