• Musterið

27. mars 2020

Allt að gerast í Musterinu

Á meðan Musterið er lokað vegna Covid19 ástandsins, þá nýtir starfsfólkið tækifærið til að skrúbba, framkvæmda og annarra verkefna.

Einnig er verið að undirbúa sundlaugarkerið fyrir málningu.

Við erum ákveðin í að nýta lokunina eins vel og hægt er og hefur okkar frábæra starfsfólk ráðist í þessi verkefni með jákvæðni og hressleikan að leiðarljósi. Það er náttúrulega hundleiðinlegt að hafa ekki okkar glöðu og ánægðu viðskiptavini alla daga, en við komum sterkari tilbaka með glansandi fínt Musteri fyrir alla, segir Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður Árbæjar.