Alþingiskosningar 28. október
Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda.
Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar segir meðal annars að samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sé ákveðið að þing verði rofið 28. október 2017 og að almennar kosningar til Alþingis fari fram sama dag.