Fréttir
  • Bolungarvík

Annas Jón Sigmundsson ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri

AJSAnnas Jón er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands frá 2006 og M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík frá 2010. Að auki hefur hann stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands og í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri.

Frá árinu 2015 hefur hann gegnt starfi sérfræðings á sviði fiskveiðistjórnunar á skrifstofu sjávarútvegs- og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Þar hefur hann m.a. verið formaður starfshóps um heildarendurskoðun er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæða og verndunarsvæða á Íslandsmiðum. 

Frá 2013 til 2015 starfaði hann hjá Samherja í Þýskalandi í fjármálum og markaðsmálum. Annas Jón starfaði sem rannsakandi á verðbréfasviði hjá Fjármálaeftirlitinu árin 2011 til 2012. 

Einnig hefur hann starfað sem háseti hjá HG Hnífsdal, HB Granda og Samherja. Annas Jón er Ísfirðingur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 2000 auk þess að taka húsasmíðabraut við skólann.

Bolungarvíkurkaupstaðar býður Annas Jón velkomin til starfa. Hann mun hefja störf á nýju ári.