Fréttir
  • Arsfundur-Byggdastofnun

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur

Ársfundur Byggðastofnunar 2024 var haldinn miðvikudaginn 17. apríl í félagsheimili Bolungarvíkur. 

Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri flutti erindi um Bolungarvík 1000+ þar sem hann fór yfir áherslur sveitarfélagsins, stefnu og framtíðarsýn.

Streymi frá ársfundi Byggðastofnunar í Bolungarvík 17. apríl 2024