Fréttir
  • Bolungarvíkurhöfn, mynd Haukur Sigurðsson

Ársreikningur 2019

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.282 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 1.283 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.124 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 1.098 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark þess.

Álagningarhlutfall fasteignaskatts nam 0,5% vegna íbúðarhúsnæðis og 1,65% vegna atvinnuhúsnæðis en lögbundið hámark þess er 0,625% og 1,65%. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B-hluta var jákvæð um 17,6 millj. kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu að fjárhæð 16,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 15,6 millj. kr. eftir að dregið hefur verið frá 51,1 millj. kr. framlag A-hluta til að greiða niður tap B-hluta fyrirtækja. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu að fjárhæð 29,1 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 463,5 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A-hluta 436,1 millj. kr.

Skuldahlutfall samkvæmt reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 93% hjá sjóðum A-hluta, en var 81% árið 2018 og 111% í samanteknum ársreikningi en var 100% árið 2018. Samkvæmt 2. mgr. 64. gr. sveitastjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu um 680 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 77 stöðugildum.

Íbúafjöldi Bolungarvíkurkaupstaðar þann 31. desember 2019 var 955 og fjölgaði um tvo frá fyrra ári.


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.