Fréttir
  • Örnefnabolur

Ástarvikan í Bolungarvík

Ástarvikan í Bolungarvík verður haldin vikuna 10.–16. september nk. 

Undirbúningur er í fullum gangi og hefur vaskur hópur manna og kvenna staðið í mikilli þankahríð síðustu vikur og mánuði. Margir hafa komið að máli og hefur frumkvöðull Ástarvikunnar, Soffía Vagnsdóttir, verið hópnum innan handar með nýjar og ferskar hugmyndir.

Markmiðið með Ástarvikunni er að gera ástinni hátt undir höfði þessa viku í öllum þeim fjölbreytileika sem einkennir hana. Ástinn er einmitt sá kraftur sem allir geta nýtt sér í öllum þeim fjölbreytileika sam mannlífið bíður uppá, hvort sem um er að ræða ást milli tveggja einstaklinga, móðurást, matarást, ást á sjálfum sér og hvers konar ást svo ekki sé nú minnst á náungakærleikann.

Öllum er frjálst að bjóða uppá viðburði tengdum ástarvikunni í Bolungarvík og er áhugasömum bent á að hafa samband við Helga Hjálmtýsson (helgi@bolungarvik.is), markaðs- og kynningarfulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar, ef þeir vilja koma viðburði á dagskrá eða fá frekari upplýsingar en formleg dagskrá verður gefin út í næstu viku.

Ástarvikan í Bolungarvík er heimilisleg og kærleiksrík menningarhátíð og var fyrst haldin árið 2004.