Fréttir
  • Ástarvikan 2018

Ástarvikan í Bolungarvík 2022

Nú er kominn tími til að halda kærleikafulla ástarviku sem hefst 3. nóvember og verður til 9. nóvember.

Hún byrjar fimmtudaginn 3. nóvember á bókakaffi með ástarkortarföndri. Kaffi, kakó og sælgæti í boði. Rosalega skemmtileg stund með ástartónlist. Það verður hægt að setja kortin í stórann póstkassa og öll kortin verða sent með ástarpóstsendlinum.

Á sunnudaginn 6. nóvember verður Ástarbingó í Félagsheimilinu kl 15:00. Glæsilegir vinningar í boði. Allur ágóðinn fer í uppbyggingaverkefni í Bolungarvík sem verður kynnt á staðnum.

Við viljum hvetja allra bæjarbúa til að taka þátt, það er hægt með því að t.d. Setja rauða seríu á glugga, skreyta hús með hjörtum eða hvað sem er með kærleika í huga.

Ennþá er verið að vinna á fullu að dagskrá vikunnar og ætti hún að koma fljótlega.

Gott er að sýna kærleik á hverjum degi en í daglegum amstri er auðvelt að gleyma honum. Ástarvika er gott tækifæri að sýna öllum sem okkur þykir vænt um sem og öðrum ástina, umhyggju og kærleik.

Kærleikurinn mestur

1. Þótt ég talaði tungum manna og engla

  en hefði ekki kærleika

 væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

2. Og þótt ég hefði spádómsgáfu

  og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking

  og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað

  en hefði ekki kærleika,

  væri ég ekki neitt.

3. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum

  og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur

   en hefði ekki kærleika,

   væri ég engu bættari.

4. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.

   Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

5. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,

    hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

6. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.

7. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

8. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.

   En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,

   og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

9. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

10. En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.

11. Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,

  hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.

En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.

12. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,

   en þá munum vér sjá augliti til auglitis.

   Nú er þekking mín í molum

   en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

13. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, 

   en þeirra er kærleikurinn mestur.