• Köttur. Mynd: Manja Vitolic: Unsplash

19. júlí 2016

Átak í fækkun flækingskatta í Bolungarvík

Áætlað er að fækka flækingsköttum í Bolungarvík í samræmi við reglugerð sveitarfélagsins um hunda og kattahald.

Samkvæmt reglugerðinni, er sveitarfélaginu heimilt að

láta eyða ómerktum flækingsköttum, enda hafi framkvæmdin verið auglýst með áberandi hætti í sveitarfélaginu a.m.k. 7 sólarhringum áður en hún hefst.

Sjá nánar í samþykkt um hunda- og kattahald í Bolungarvík

Áætlað er að aðgerðir hefjist sjö dögum frá dagsetningu þessarar auglýsingar.