Fréttir
  • QP-13

Áttatíu ár liðin frá mesta sjóslysi og björgunarafreki við Ísland

Þetta var í miðri heimsstyrjöldinni síðari og skipalestin var á leið frá Murmansk í Rússlandi til Hvalfjarðar. Flest kaupskipanna voru tóm en nokkur voru með timburfarm.

Sex skip fórust, eitt breskt herskip, fjögur bandarísk kaupskip og eitt sovéskt kaupskip og með þeim um 240 manns, karlar, konur og börn. Telst þetta vera mesta slys á sjó við Ísland.

Skipin sem fórust voru:

  • H.M.S. Niger (UK)
  • Heffron (USA)
  • Hybert (USA)
  • John Randolph (USA)
  • Massmar (USA)
  • Rodina (USSR)

Um 250 manns var bjargað úr sjónum við erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar af vann franska korvettan Roselys það einstæða afrek að bjarga um 180 manns og má telja það eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

Minnismerkið QP-13 er við Stigahlíð í Bolungarvík og má sjá slysstaðinn þaðan sem merkið stendur.