Fréttir
  • 20170725-DJI_0629_1705058981691

Auglýsing um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir miðsvæði Bolungarvíkur

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 9. apríl 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir miðsvæði Bolungarvíkur samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði og hafnarsvæði Bolungarvíkur og við það falla þrjú eldri deiliskipulög úr gildi. Skipulagssvæðið afmarkast frá hólsá í suðri, aðalstrætis í vestri að hafnargötu í norðri og til austur að hafnarsvæði og til sjávar samtals um 12,6 ha.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð liggur frammi á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is sem og á skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is málsnr. 378/2023 frá og með 17. apríl 2024 til og með 29. maí 2024.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29. maí 2024.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skipulagsgátt eða á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Ráðhúsinu Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Bolungarvík 17. apríl 2024.

Finnbogi Bjarnason Skipulags- og byggingarfulltrúi

  2120_10_Greinargerd

Deiliskipulag-Bolungarvikur-Uppdrattur