Fréttir
  • LeiksJPG

Leikskólinn Glaðheimar auglýsir eftir deildarstjóra og leikskólakennara / leiðbeinanda

Leikskólinn Glaðheimar Bolungarvík auglýsir eftir deildarstjóra og leikskólakennara / leiðbeinanda.

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við leikskólann Glaðheima. Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu. Í leikskólanum er unnið faglegt starf sem byggir á grunnþáttum menntunar og dyggðarkennslu. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara/leiðbeinanda.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í lifandi starfsumhverfi, viltu vera með?

Ég og þú og allir saman, treystum, virðum – þá er gaman !

Helstu verkefni og ábyrgð:
● Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu
deildarstjóra
● Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
● Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga til starfsfólks á
deildinni og milli deilda
● Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við
hæfi
● Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu í samvinnu við starfsfólk deildarinnar
● Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfnikröfur:
● Leyfisbréf til kennslu skilyrði
● Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum
● Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
● Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
● Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
● Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
● Hreint sakavottorð
● Góð íslenskukunnátta jafnt í ræðu og riti

Fríðindi í starfi
● Stytting vinnuviku
● Frítt fæði - hádegismatur og kaffitími
● Forgangur barna í leikskóla
● Afsláttur af dvalargjaldi barna

Leikskólakennari / leiðbeinandi

Menntunar- og hæfnikröfur
● Leyfisbréf til kennslu eða menntun sem nýtist í starfi
● Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
● Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
● Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
● Færni í íslensku máli er skilyrði, Íslenska B2
● Frumkvæði, samviskusemi og jákvæðni
● Ábyrgð og stundvísi

Fríðindi í starfi
● Stytting vinnuviku
● Frítt fæði - hádegismatur og kaffitími
● Forgangur barna í leikskóla
● Afsláttur af dvalargjaldi barna

Umsókn sendist í tölvupósti á salomeh@bolungarvik.is . Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2024. Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun, starfsferil og afrit af leyfisbréfi. Einnig skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknarinnar með rökstuðningi um hæfni og upplýsingar um umsagnaraðila. Laun og launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ. Allar frekari upplýsingar veitir Salóme Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 456 - 7264 eða í tölvupósti salomeh@bolungarvik.is .

Heimasíða leikskólans er http://gladheimar.leikskolinn.is