Barnagæsla í íþróttahúsi
Á virkum dögum verður barnagæsla frá kl. 17:00-19:00 og á helgum frá kl. 10:00-12:00.
Þessari nýjung er ætlað að koma til móts við barnafólk og auðvelda foreldrum að nýta sér þjónustu Árbæjar til heilsueflingar.
Barnagæslan er fyrir 9 ára og yngri börn en 10 ára og eldri mega fara í sund án fylgdar.
Það er von bæjarins að þessari nýjung verði tekið vel af bæjarbúum og gestum íþróttahúsins.
Þjónustan verður gjaldfrjáls þar til annað er ákveðið.