Fréttir
  • Lif ogheilsa - SÍBS

Boðsbréf í heilsufarsmælingu

Frestað um óákveðinn tíma vegna ófærðar

Lif ogheilsa - SÍBSMælingin fer fram á Heilsugæslustöð Bolungarvíkur fimmtudaginn 11. maí kl. 15-17. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur. Þátttakendum býðst að taka þátt í lýðheilsukönnun. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum, Heilbrigðisstofnanir Vesturlands og Vestfjarða.  

Þá viljum við vekja athygli á fræðsluerindi um Stóru myndina í heilbrigðismálum sem Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS verður með í Fræðslumiðstöð Vestfjarða Ísafirði, fjarfundur á Patreksfirði, fimmtudaginn 11. maí kl. 12-13, jafnframt verður reynt að streyma fundinum á Facebook síðu SÍBS. Erindið er um 20 mínútur en í kjölfarið verður opið fyrir spurningar og umræður. 

Erindið er sérstaklega áhugvert fyrir fagaðila og fulltrúa sveitarfélaga sem vinna að stefnumótun og framkvæmd verkefna er tengjast heilsueflingu.