Fréttir
  • Skjaldarmerki Bolungarvíkur

Bolungarvík á toppnum

Niðurstöður í könnuninni 2017 voru kynntar á UT-deginum í gær á Grand hóteli í Reykjavík og óhætt að segja að Bolungarvíkurkaupstaður deili toppnum í könnunni með öðrum stofnunum.

Bolungarvík skorar 90 stig í könnuninni en 35 stofnanir skora 90 stig eða hærra af 239 stofnunum.

Af sveitarfélögum fá 13 félög 90 stig eða hærra. Hin sveitarfélögin 12 eru: 

  • Akureyri
  • Dalvíkurbyggð
  • Fjarðabyggð
  • Fljótsdalshérað
  • Garðabær
  • Hornafjörður
  • Kópavogsbær
  • Reykjanesbær
  • Reykjavíkurborg
  • Seltjarnarneskaupstaður
  • Skagafjörður
  • Ölfus

Til hamingju með þennan árangur Bolvíkingar! og svo má auðvitað alltaf gera betur.