Fréttir
  • Ölver í Ósvör við tökur á Verstöðinni Ísland 1991. Mynd Geir Guðmundsson.

Bolungarvík er vinsælust

Þar voru 3.236 landanir árið 2020 og heildarafli var 16.800 tonn.

Almennt hefur löndunum á Íslandi fækkað undanfarin ár. Á síðasta ári voru rúmlega 46.600 landanir fiskiskipa á landinu. Hægt er að skoða landanir í öllum höfnum og samantektir á vef Fiskistofu. 

Vinsældir Bolungarvíkurhafnar eru vegna þess hve vel höfnin liggur við fengsælum fiskimiðum. Þetta eru auðvitað bæði gömul sannindi og ný enda hefur verið gert út frá Bolungarvík frá örófi alda. Það er engin tilviljun að Ósvör við Bolungarvík er elsta varðveitta verbúð á Íslandi.

Myndin hér á síðunni var tekin af Geir Guðmundssyni þegar heimildarmyndin Verstöðin Ísland var tekin upp í Ósvör árið 1991 en Geir vann ötullega að gerð Sjóminjasafnsins Ósvarar og var þar lengi safnvörður. Myndin sýnir upptöku sexæringsins Ölvers eftir róður.